my life as a light bulb

Friday, November 04, 2005

Heimildarmynd af frúnni 2 dögum áður en hún er skrifuð inn !
Já, nú fer að líða að þessu öllu saman. Familían fór í tékk í gær, bæði mæðraskoðun og sónar og kom allt út með ágætum. Ef krílið verður þó ekki búið að skila sér í næstu viku verður aftur kíkt inn á föstudaginn. Mann fer að gruna að þarna sé eilítil prímadonna á ferð, hann virðist njóta þessarar athygli og endalausu myndatökum. Reynir meira að segja að pósa fyrir hana Huldu sérfræðinginn okkar er hún myndar sónarmyndavélina.
Læt annars vita um leið og einhverjar nýjar fréttir gerast ;o)

5 Comments:

At 9:47 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ
Rosalega ertu orðin myndó : )
Hvernig er það annars á ekki að geyma handa manni lakkrístoppa þangað til maður kemst í borgina??
Kveðjur frá einbúanum í Drekagili (því fjölskyldan mín er að kúra hjá þér hehe)

 
At 11:24 AM, Anonymous Anonymous said...

Hellú, það er reyndar í heimilislögum að það megi ekki fá sér lakkrístoppa fyrir 1. des.
En ég geri undangtekningu fyrir uppáhalds syssu ;o) Hlakka ekkert smá til að fá að sjá framan í þig !

 
At 9:33 PM, Anonymous Anonymous said...

He he... en þú veist að lögin eru til að brjóta þau... er það ekki annars :) Svo skal ég líka lofa að segja engum frá *sussusussu*

 
At 9:53 PM, Anonymous Anonymous said...

Toppafyllerí..... o sjúbbídarírei o sjúbídaríraaaaa...

 
At 2:02 PM, Anonymous Anonymous said...

hehe, sporðdrekar eru víst nettar prímadonnur ;)

 

Post a Comment

<< Home