my life as a light bulb

Tuesday, November 22, 2005

Fyrstu 9 dagarnir í myndum

Loksins kominn í heiminn og í fangið á henni mömmu !!!

Fyrsti lúrinn í örmunum á honum pabba :o)

Smá myndasería af prinsinum innan við sólarhrings gamall.






Pabbi varð soldið þreyttur á að sitja á þessum harða stól við rúmgaflinn og hoppaði bara uppí til okkar :o)

Örlítið "Up close & personal"

Það er ágætt að blunda í þessum spítalavöggum :o)

Mamma og pabbi tóku og mökuðu mig allan út í olíu því húðin mín var svo þurr..

Ég og mamma að kúra uppi á spítala þegar ég er 2 daga gamall.

Nýkominn úr fyrsta baðinu mínu, sem ég fékk upp á spítala áður en ég og mamma fengum að fara heim. Ég var bara nokkuð ánægður með þetta, grét ekki neitt fyrr en hjúkkan tók mig upp úr baðinu !

Kominn í heimferðarfötin og tilbúinn í slaginn (16/11)
Svona get ég sofið vært í vöggunni minni ef ég til neyðist... Mér finnst hún nú samt soldið köld, svo ég sef aldrei lengi í henni í einu.. Set mín takmörk þó við einn og einn síðdegislúr (bara svona til að halda gamla fólkinu ánægðu ;o)

En svona vil ég helst vera ;o)

Minn fyrsti dagur með snuð (19/11), fannst þetta ágætisuppfinning í sirka sólarhring þar til að ég uppgötvaði að þetta væri barasta plat! Fékk enga mjólk eða neitt !! Frussa þessu nú bara móðgaður út úr mér ef mamma eða pabbi reyna að pota þessu eitthvað til mín...

Litli prinsinn að vakna eftir miðdegisblundinn sinn :o)

Minn í smá kaffipásu...

Það er nú voða gott að kúra hjá honum pabba...

Sjáið fína naflann minn, strengurinn datt barasta af í dag... maður er að verða stór ;o)

Nei halló, hver ert þú ?

3 Comments:

At 11:06 PM, Anonymous Anonymous said...

ohhhhhhhhhhh :)

sætastur...hann er alltaf tilbúinn með fyrirsætu lúkkið ;)

 
At 11:08 PM, Anonymous Anonymous said...

Að sjálfsögðu... maður byrjar aldrei of snemma að æfa sjarmörinn ;o)

 
At 5:20 AM, Anonymous Anonymous said...

Algjör draumur og verður sætari og sætari.

 

Post a Comment

<< Home