my life as a light bulb

Sunday, August 19, 2007

Prinsessan er mætt a svæðið !!

And a little princess was born......

Þann 17. Ágúst klukkan 06:15 kom litla prinsessan okkar í heiminn og var hún 13 merkur og 50 cm, bara algjör gella ;o)
Fæðingin gekk eins og í sögu og höfum við verið mjög góðar síðan við komum heim... litla dúllan var nú eitthvað óróleg á sjúkrahúsinu en það lagaðist mikið þegar við komum heim til Nönnu frænku í gærkvöldi og fengum að knúsa stóra bróðir og komast í smá líf... Gabríel tók vel á móti systur sinni og kyssti hana og knúsaði við heimkomuna og hefur lítið borið á afbrýðisemi, nema kannski helst þegar mamma leggur litlu systir á brjóst...minn skilur ekki alveg hvað er í gangi þá :o)
Þá á að leggja í hann austur yfir heiðar á morgun og verður litla fjölskyldan loks komin öll saman heim í kotið sitt seinni partinn á morgun...

Næsta föstudagi á að skíra litlu frænku á Eskifirði og höfum við ákveðið að nýta tækifærið þar sem flest öll ættmennin verða komin austur á land og halda nafnaveislu fyrir litlu sys á laugardeginum, það verður örugglega rosa gaman.

Jæja, mamma hendir inn myndum af okkur krúttunum einhvern tímann þegar við erum komin heim.

4 Comments:

At 8:19 AM, Anonymous Anonymous said...

Sæl stóra fjölskylda!
Hjartans hamingjuóskir með litlu prinsessuna. Nú er Gabríel orðin stóri bróðir :)
Knús og kossar til ykkar.
Kveðja Eygló

 
At 9:36 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæhæ,
og innilega til hamingju með skvísuna ykkar, elsku Dagný, Jorge og að sjálfsögðu stóri bróðirinn :D
Kv,
Rósa og Sara Sif.

 
At 8:36 PM, Anonymous Anonymous said...

knús dúllurnar mínar:) Dagnýlíus viltu hringja í mig þegar þú hefur tíma vil ekki vera að vekja þig, þú færð væntanlega ekki mikinn svefn þessa dagana.

 
At 2:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæhæ Dagný mín, vonandi gengur allt vel hjá ykkur :) Ég er orðin voða spennt að sjá myndir af snúllunni og náttlega prinsinum líka ;)

kær kveðja Kristín Erla

 

Post a Comment

<< Home