my life as a light bulb

Thursday, September 07, 2006

Smá update

Jæja, jæja..... Nú er svoooooooooo mikið búið að ske hjá okkur síðan síðasta færsla var færð inn, að maður veit bara varla á hverju maður á að byrja......
Stóra fréttin fyrir alla fjölskylduna er alla veganna að við erum að fara að lyfta upp búi og flytja austur á land !! Já, við erum nefnilega búin að ákveða að gerast sveitadurgar (no offence to the people of Egilsstaðir... :op ).
Pabbi fékk nefnilega LOKSINS atvinnutilboð, frá íslensku fyrirtæki, sem er að einhverju leyti skylt því sem hann lærði úti á Spáni. Og þar sem mamma var ekki búin að lofa sér í vinnu ennþá og ekki byrjuð í skólanum, ákváðu þau að hún myndi bara skrá sig í fjarnám og leita að einhverju sneddí þarna fyrir austan :o)

Annars er það að frétta af mér að ég er orðinn alveg obboslega Stór og duglegur :o) Ég er alveg að fara að labba sjálfur, því ég stóð upp í fyrsta skipti þegar við vorum í heimsókn hjá fjölskyldunni hans pabba í Júní. Og er ég búinn að vera að æfa mig stíft síðan þá. Fyrst gat ég bara staðið í nokkrar sekúndur í einu, með dauðahald á rúmbríkinni. En núna get ég gengið með mömmu eða pabba ef ég fæ lánaða putta....bara sona upp á jafnvægið sem er ekki alveg komið 100% :o)
Svo er ég líka kominn með 7 tennur ! Þannig að það fer að styttast í það að ég þurfi að fara að borða þennan óskapnað sem mamma kallar "heimilismat"....hehe....
Annars er bara það að frétta að ég vex og dafna alveg rosa vel, ég á að fara í tékk á miðvikudag og get þá sagt ykkur hversu stór og þungur ég er orðinn ;o)

Jæja, kveðjum í bili....
Mamma, pabbi & stóri strákurinn :o)

5 Comments:

At 11:14 PM, Anonymous Anonymous said...

krútt krútt
hann verður tannlæknir:)

 
At 10:07 AM, Anonymous Anonymous said...

flottur!

 
At 1:16 PM, Anonymous Anonymous said...

hvernig væri að mútta færi að blogga!!!

 
At 5:54 PM, Blogger Kristín Erla said...

Heyr,heyr!!

...við viljum blogg,við viljum blogg...

 
At 12:21 AM, Anonymous Anonymous said...

hæhæ,
leiðinlegt að þið séuð farin úr bænum :( en við höfum þá ástæðu til að ferðast næst sumar :D:D hihi, endilega látið heyra í ykkur, er alltaf að bloggast annað slagið, og svo Sara nottla með síðuna á barnalandi,
en hafið það sem allrabest þarna í sveitinni ;o)
kk,
Rósa og Sara Sif.

 

Post a Comment

<< Home