my life as a light bulb

Sunday, April 23, 2006

Ferskt Norðanloft

Halló Halló.

Já, ég og mamma skelltum okkur bara norður yfir heiðar. Því miður munu ekki koma inn neinar nýjar myndir fyrr en við komum til baka því mamma getur ekki tengt myndavélina við tölvuna hérna.
En svo er nú mál með vexti að loks kom að stóra deginum, við áttum að flytja :)
Við flytjum nú ekki langt, förum bara í íbúðina sem er fyrir ofan okkur.... Eeen þar sem íbúarnir þar koma niður í okkar íbúð (löng saga) þá þurftum við að svissa samtímis og gera alla vinnuna sem íbúðin þarfnaðist á sama tíma. Svo þessu var pússlað solliðis saman að við pökkuðum niður öllu okkar hafurtaski og ég og mamma flúðum stórborgina og sestum upp hjá Nönnu systur og fjölskyldu hennar.
Pabbi býr núna eins og á vertíð í einu herbergi í gömlu íbúðinni okkar á meðan nágrannar okkar (Þóra og Gilli) mála íbúðina og ferja dótið sitt niður. Svo byrjaði hann að brjóta og bramla þau herbergi sem losna uppi. Hann er nú þegar búinn að rífa allt út úr eldhúsinu og flísaleggja það svona voða fínt, svo er hann núna byrjaður að rífa út af baðherberginu. Okkur hlakkar voða mikið til að koma heim og sjá nýju fínu íbúðina okkar. Lofum að setja inn einhverjar flottar myndir af Akureyrarferðinni og íbúðinni.

Annars er það að frétta af mér að ég fór í 5 mánaða skoðunina mína daginn áður en flogið var norður og kom ég bara nokkuð vel út :o) Ég mætti reyndar vera aðeins þyngri sagði hjúkkan, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég er því núna heil 6.180 gr og flottir 64 cm.
Svo er ég búinn að vera að uppgötva raddböndin mín í ferðinni hérna fyrir norðan. Og hefur það komið í ljós að ég næ bara helvíti hátt upp... Step aside Garðar Þór Cortés ;o)
Nú er það því mitt uppáhalds tómstundagaman að reyna að skríkja eins hátt og ég mögulega get... og ef ég fæ athygli út á þetta stunt mitt skín alveg í gómana í algjöru prakkaraglotti :o)
Svo er hún Didda stóra frænka alveg rosalega dugleg að passa mig og leika við mig öllum stundum og er oft rosa gaman hjá okkur.

Jæja, nú er kominn tími á mig að fara að lulla út í vagni.
Meiri fregnir koma síðar.

1 Comments:

At 10:20 PM, Blogger Kristín Erla said...

hehe bara lítill óperusnillingur á ferðinni :)

eigum við að syngja dúett saman?

 

Post a Comment

<< Home