my life as a light bulb

Saturday, March 18, 2006

Photos, photos, photos........

Jæja, Gabríel Snær er á góðri leið með að fá ólympíugullið í baksundi.... bara sirka 18 ára æfing í það ;o)
En snúllinn okkar er senst kominn í ungbarnasund. Honum finnst alls ekki leiðinlegt að busla í vatninu með hinum krökkunum á meðan allt fullorðna fólkið syngur hástöfum um hjólin á strætó :o) Hann fer 1 sinni í viku til hennar Ágústu á Grensás í um hálftíma í senn og er hún alveg frábær !
Annars er allt rólegt, bara verið að undirbúa flutningana í næsta mánuði (þó að ég og mamma verðum voða sniðug og forðum okkur til Akureyrar á meðan mesta stuðið verður..hehe)
Og svo eru nokkrar myndir hér að venju:

Leiktími inni í stofu:
In your Face :o)

Þessi hringur er voða skemmtilegur, svo heyrist svo þægilegt hljóð í honum þegar ég hristi hann :o)

Í Sundi:

Pabbi og ég að spóka okkur á bakkanum áður en við styngum okkur til sunds...


Busli, busli, busl.....

Ég og mamma aðeins að dútla okkur


Skötuhjúin komin í heita pottinn... niiice..


Afi Biggi að halda á mér um seinustu helgi :o)


Ég er bara hissa á henni ömmu Sibbu !

Furðulegar Svefnstellingar:

Ég tók eina nóttina og klessssti nefinu svona algjörlega upp við rúmið mitt, og svona svaf ég... það var alveg sama hvað mamma gerði, ég fór bara aftur til baka :o)

Hér var ég búinn að uppgötva þægilegri leið til að hafa kæru bókina mína sem næst mér :o) N.B. að ég gerði þetta alveg sjálfur, mamma setti mig inn í rúm og kom svo að mér svona.. steinsofandi...

Ætli ég verði nærsýnn ??? :o)

3 Comments:

At 10:49 AM, Anonymous Anonymous said...

Frábærar myndir af ykkur.
Gabríel Snær fíkkar og fríkkar með hverjum degi. :)
Bestu kveðjur til ykkar.
Eygló

 
At 7:00 AM, Anonymous Anonymous said...

litla mömmuklón

 
At 9:40 PM, Anonymous Anonymous said...

litill bókaormur?

ohh ekkert smá sætur í sundi :)

 

Post a Comment

<< Home