my life as a light bulb

Friday, April 04, 2008

Smá info af einbúunum bláu

Jæja, þá er familían komin heim og loks búið að sortera úr þessum hunduðum mynda og klína nokkrum þeirra hérna á netið :o)

Í fréttum af okkur er nú ekki mikið að segja, nema það að hér hafa geisað hver pestarfaraldurinn á fætur öðrum... það hafa ekki liðið meira en nokkrir dagar á milli þess sem einhver fjölskyldumeðlimurinn (þá reyndar yfirleitt þeir yngri) hafa lagst í rúmið með hita og hor í nös. Hún Alexandra litla er náttúrlega svo lítil og viðkvæm ennþá að kroppalingurinn hennar höndlaði ekki nógu vel allar þessar flensur og endaði greyið með lungnabólgu, en hún er nú orðin hress í bili.

Svo ef mannskapurinn hefur heilsu til þá fer Alexandra að byrja hjá dagmömmu í þessum mánuði, því jú....nú er ljúfa lífið búið og mamma verður að fara að vinna aftur. Þetta hafa verið mjög dýrmætir og yndislegir mánuðir sem ég hef haft þig hérna heima með mér Alexandra mín :o*

Af pabba er allt gott að frétta, Kárahnjúkar hafa eitthvert dularfullt aðdráttarafl fyrir karlinn. Því nú er hann byrjaður að vinna við eftirlit með stíflunni fyrir verkfræðistofu Austurlands og er hann mjög hress með það.

Nú kveð ég í bili og vona að ykkur heilsist öllum vel... muna að borða mikið af hvítlauk og appelsínusafa !!!

1 Comments:

At 12:44 PM, Anonymous Anonymous said...

æji leiðinda pestir :( og litla greyjið með lungnabólgu!

Rosa gaman að fylgjast með ykkur krúttunum. Þið stækkið svoo hratt!Alexandra er greinilega mjög dönsk í sér, bara ligeglad í gegnum lífið hehehe ;)

kær kveðja úr borg óttans....

Kristín Erla

 

Post a Comment

<< Home