my life as a light bulb

Sunday, September 09, 2007

Alexandra Rós Cortés

jæja þá gat mamma loks troðið einhverjum myndum af prinsessunni inn á bloggið.
Það hefur allt gengið mjög vel og er Alexandra orðin 3ja vikna og blómstrar vel. Gabríel heldur áfram að verajafn góður við litlu systur þó að klöppin og knúsin geta orðið frekar harkaleg á stundum... þessar fínhreyfingar ekki alveg komnar ennþá..hehe

En litla dúllan er bara voða góð og vær og leyfir mömmu og pabba að kúldrast aðeins með stóra bróður líka.

Annars er annað í fréttum að hann Gabríel Snær er byrjaður á leikskóla!! Minn bara að verða næstum því fullorðinn ;o)
Hann byrjaði á Skógarlandi hérna á Egilsttöðum í aðlögun þann 27. Ágúst síðastliðinn og er því búinn að vera 1 viku í aðlögun og svo aðra "full time". Og gengur það bara rosa vel...7,9,13.....Þar eru krakkar sem voru með honum hjá dagmömmunni svo þeir leika vel saman og þá er þetta ekki eins scary allt saman.

Jæja, hér eru loks myndir af prinsessunni, svona fyrir ykkur sem hafið ekki fengið eintak í gemmsann ykkar :o)



Alveg glæný, bara 15 mínútna gömul :o)


Fyrstu kynni Gabríels af litlu systur


Got að fá sér kríu eftir sopann :o)


Didda duglega að halda á Alexöndru


Nanna frænka að syngja fyrir mig :o)


Alexandra í góðum höndum hjá langönmmu


Gabríel bróðir búinn að slást í hópinn :o)


Alexandra og Stóra frænka, sem er bara rúmum 2 mánuðum eldri...


Og svo....SMÆL !!


Halló


Lítill geimfari á leið í skírn á Eskifirði


Skírnarkakan hennar Alexöndru sló í gegn

5 Comments:

At 9:23 PM, Blogger Kristín Erla said...

Tii hamingju með þetta fallega nafn!

Ég sé svo mikinn Dagnýjarsvip á prinsessunni ;)

knúsknús

 
At 10:08 AM, Anonymous Anonymous said...

Halló sæta fjölskylda!
Innilegar hamingjuóskir með litlu dúllu og líka með þetta fallega nafn. Og hvað Gabríel er orðinn stór og orðinn STÓRI bróðir. :)
Bestu kveðjur til ykkar
Eygló

 
At 1:15 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ,
og til hamingju með nafnið hennar,
það er mjög fallegt :D og váh! hvað Gabríel er orðin stór við að verða stóri bróðir :D :D
hehe...
well, gott að allt gegnur svona lukkulega hjá ykkur,
Kveðja úr Grafarholtinu,
Rósa, Sara Sif og Snoppa.

 
At 9:31 PM, Anonymous Anonymous said...

við viljum myndir!

við viljum myndir!!

hehe, þú fyrirgefur frekjuna vinkona ;) Er ekki allt og allir í sjöunda himni eða áttunda kannski?

 
At 8:50 PM, Anonymous Anonymous said...

Já, þú afsakar.... tæknin virðist eitthvað vera að stríða okkur... :oP
Ég er búin að reyna að troða myndum inn í sirka 3 vikur, en fæ alltaf upp "temporary error".... :o( búhaha

 

Post a Comment

<< Home