my life as a light bulb

Wednesday, January 18, 2006

Dömur mínar og herrar.... má ég kynna Gabríel Snær Cortés !!

Já, nú má leggja mín ýmsu viðurnefni eins og "lille mann", "litli prins" & "litli Cortés" til hliðar, því ég er kominn með þetta fínasta nafn.... Gabríel Snær Cortés !!
Eins og flestir vita brutu mamma og pabbi heilann mikið um hvaða nafn þau gætu gefið mér sem væri jafn vígt á spænsku og íslensku, því fékk ég að heita Gabríel (eða Gabí eins og þau kalla mig oft)
En þeir eru færri sem vita söguna bak við seinna nafnið mitt, Snær, en hann pabbi á frænku úti á Spáni sem hefur reynst honum alveg ótrúlega. Hún tók hann inn á heimili sitt í heil 4 ár og stóð með honum í gegnum súrt og sætt. Því tóku þau nafnið hennar og snéru því yfir á íslensku fyrir mig (Nieves = Snjór/Snær) og sæmir það mér bara alveg ágætlega. Svo fékk ég náttúrlega ættarnafnið hans pabba til að toppa þetta allt saman :o)
En hérna eru myndir úr veislunni minni sem var haldin fyrir norðan og fyrstu áramótunum mínum :o)
Nafnaveislan mín:

Fína nafnatertan mín :o)

Langamma að bragða á góðgætinu sem mamma & Nanna frænka útbjuggu...

Sibba & langamma að spjalla...

Tryggvi með litlu dóttur sína.

Litla frænka hjá Önnu Björk... bara 12 daga gömul !!

Didda frænka orðin eitthvað blá í kringum munnin.... gæti nafna-kakan átt hér eitthvað að máli... ?... :o)


Ísabella frænka mundar kameruna á mömmu sinni..

Benedikt frændi að pósa...

Allir stóru krakkarnir í eltingarleik... rosa hlakkar mig til að geta verið memm :o)

Hann afi fékk að knúsast aðeins með mig.. hann kom nú alla leið frá Egilsstöðum til að koma í veisluna mína :o)

ÁRAMÓTIN:

Pabbi hélt á mér á minni allra fyrstu áramótabrennu...

Að sjálfsögðu mátti ekki vanta uppáhalds frænkurnar mínar tvær !! :o)


Didda frænka að passa mig.


Ég og mamma orðin rosa fín og jólaleg :o)


Smá 'Close-up' af aðal manninum ;o)

Litla stórfjölskyldan áður en við vorum komin í fína dressið...

Það var sko gott að kúra hjá honum Damiano...

Emanuela að knúsast aðeins með mig :o)