my life as a light bulb

Sunday, February 26, 2006

Gabríel Snær, The Model.....

Það er kominn nýr "Myndarstrumpur" í strumpaþorpið !!

Nei, hvað er hún mamma búin að hengja á stólinn minn ?!


Að prufa nýju húfuna og vettlingana sem ég fékk senda frá Nönnu frænku að norðan :o)


Algjör gæi sko ;o)

Hver ég !?


Sko hvað maður er orðinn mannalegur á gólfinu !!!

Thursday, February 23, 2006

Spanish Version :o)

Hola Elena y toda nuestra familia maravillosa en Espana (lo siento, que no hay letras espanolas en nuestro teclado.... y la verdad es que nunca me acuerdo de los códigos Alt+Ctrl+121212121.... asin que tendreis que leer con imaginación :o)

Bueno, os cuento un poco sobre nuestro angelito.... Cada día está un poquitín mas grande, ya mide unos 60 cm y pesa mas de 5 kilos y medio. Con estos números sigue su linea muy bien, en la gráfica de crecimiento (aunque siga por debajo de la media islandesa... pero bueno, también somos un poco burracos los vikingos ;o) Ya se da también la vuelta y todo, estamos de orgullosos porque los médicos aqui nos han dicho que los bebés no suelen hacer esto hasta minimo los 4 meses. Así que nos va muy bien.
Estamos también empezando a intentar comunicarnos, aunque siga solo siendo unos gurgullos y unas sonrisas bien administradas :o) :o) :o)

Espero que hayais estado siguyendo las fotos que he estado subiendo a este blog y ya meteré más comentarios en espanol...

Un saludo y un GRAN abrazo a todos vosotros alli en el circulo mediteraneo !!

Tuesday, February 21, 2006

Mánuði seinna.....

Jæja, nú hunskaðist hún mamma loksins til að setjast niður fyrir framan tölvuna og skrifa nokkur orð. Það er kominn allt of langur tími síðan hún henti inn einhverjum myndum, en svo er nú mál með vexti að hún er liggur við alveg hætt að taka myndir af mér. Er alltaf bara að taka einhver myndskeið af mér. Ég er nebblilega farinn að hreyfa mig svo mikið... ligga ligga lái :oP
Ég er t.d. farinn að snúa mér á magann þegar ég er að leika mér á gólfmottunni minni, svo er ég farinn að teygja mig í þau leikföng sem mig langar í (og reyni að smakka aðeins á þeim). Eins og er, er gíraffinn sem hún Ísabella valdi handa mér í uppáhaldi.
Svo er ég líka farinn að hjala alveg á fullu og skríki af ánægju þegar mamma eða pabbi geyfla sig framan í mig :o)
Ég fór svo í 3. mánaða skoðun í seinustu viku (já, ótrúlegt en satt þá er ég orðinn 3. mánaða !!! Time flies !!) og var útkoman alveg með ágætum. Ég held mig vel á minni kúrfu í hæð (60,5 cm), þyngd (5.505 gr.) og höfuðstærð (40,5 cm). Svo sagði hjúkkan mér að ég væri bara alveg ótrúlega sperrtur og myndarlegur og að börn byrjuðu yfirleitt ekki að snúa sér á magann fyrr en 4-5 mánaða. Svo ég er bara nokkuð ánægður :o)
Hérna eru svo nokkrar myndir að lokum:
Maður heldur að maður sé orðinn nógu stór til að standa upp úr stólnum !

Hér er ég að leika mér á teppinu sem ég fékk frá Afa Bigga og Sibbu.


Ein buslumynd með pabba :o)


Kominn í nýja ömmustólinn sem ég fékk frá Önnu frænku & co. :o)