my life as a light bulb

Friday, December 30, 2005

Fyrstu jólin afstaðin !!!!

Já nú eru fyrstu af mörgum jólum afstaðin (þó þeim ljúki nú ekki formlega fyrr en 6. Jan., þá er allt það skemmtilega búið í bili). Nú er bara spenningur að sjá hvernig mér líst á flugeldaæðið á morgun. Vinir pabba ætla að koma og elda gamlárskvöld dinner á ítalska vísu, þ.e. sjávarrétta canapés og rækjupasta í forrétt og svo lax á grænmetisbeði í aðalrétt. Þetta á örugglega eftir að koma stórfínt út í mjólkinni hjá henni mömmu, hljómar eins og hollasti gamlárskvöld dinner Ever ! Annars erum við búin að hafa það rosa gott hérna heima um jólin. Á aðfangadagskvöld fórum við upp til Þóru og Gilla og borðuðum svona fínan jólamat með þeim Nönnu, Jón, Diddu, Mumma og auðvitað Þóru og Gilla. Þar var sko glæsilegt pakkaflóð undir tréinu, þar sem tvær megastjörnur voru í húsinu, nefnilega ég og Didda frænka ;o) Didda frænka stóð sig rosalega vel sem jólasveinn og dreifði pökkunum jafnt og sanngirnislega á alla viðstadda.
En jæja, mynd segir meira en þúsund orð svo hér eru nokkrar :o) :
Tveir hressir á leið í gömgutúr :o)

Hér er pabbi sko ríkur, með bæði mig og Diddu frænku í fanginu !!

Steinrotaðist bara áður en við náðum einu sinni að fara út um dyrnar...

Lítil krútt að knúsast eftir langan aðfangadag...


Nei, veiddi pabbi ekki svona fínan pakka undan jólatréinu ;o)

Frændsystkynin bíða óþreyjufull eftir að fullorðna fólkið hætti nú þessu myndastússi og það verði drifið sig í pakkana !!!!!

Ég og mamma búin að dressa okkur upp 24. des.

Hér er maður fínpússaður í jóladressinu með pabba á aðfangadag :o)

Svo kom hún Rósa vinkona aðeins að kíkka á mig líka um daginn :o)

En hvað Sigurjón og Oddný taka sig vel út... ætli það sé eitthvað í bígerð ?!

Hérna heldur hann Siggi frændi svona líka fagmannlega á manni.

Lúllandi hjá mömmu gömlu.

Saturday, December 17, 2005

7 dagar til jóla !!!!

Já, nú er bara 1 vika í mín fyrstu jól ! Á morgun verð ég svo mikið sem 5 vikna gamall :o) bara 16 ár og 40 vikur í bílpróf ;o)
Á Þriðjudaginn (á mánaðarammlinu mínu) kom Auður hjúkka til mín í seinasta sinn. Hún skoðaði mig allan hátt og lágt og var bara nokkuð stolt af nýjasta kúnnanum sínum. Hún skellti mér svo á vigtina og viti menn, ég var orðinn 3.950 gr. ! Búinn að þyngjast um 30% á fyrsta mánuðinum mínum !! Maður verður að fara að hugsa um línurnar bráðum... en leyfum því að bíða fram yfir jólin ;o) Svo fer ég í fyrstu bólusetningarnar og skemmtilegheit eftir áramót, það hljómar nú ekki skemmtilega, en kannski hitti ég þá Auði vinkonu mína aftur :o)
Jæja, hérna eru svo nokkrar myndir af "yours truly" af undanförnum dögum....
Æi, hann pabbi er bara svo þægilegur eitthvað til að sofa á :o)

Svona var manni pakkað vel ofan í vagn þegar við fórum út í labbitúr um daginn.
Manni má ekki verða kalt ;o)

Ég var að skoða líka þessa fínu spiladós sem er með dýrum sem hreyfa sig í hringi, það var sko hún bestasta frænka mín hún Didda sem lánaði mér hana :o)

Ég held ég hafi ruglast aðeins á líkamshlutum hérna...

Oh, það er eitthvað svo notalegt að busla í volgu vatni...

Thursday, December 08, 2005

Mynda update !

Svo fór ég í bað með honum pabba um daginn... gaman gaman !
Rosalega heyrir maður furðuleg hljóð þegar maður er með eyrun svona í kafi :o)

Pabbi kann sko á manni tökin !

Austin Powers er kominn með nýjan "mini me" :o)

Saturday, December 03, 2005

20 dagar síðan ég kom í heiminn !

Já, nú er ég orðinn rétt tæplega 3ja vikna gamall ! Og stækka sko óðfluga... í seinustu heimsókn frá hjúkkunni þá mældist ég 3,4 kg !! Búinn að þyngjast senst um 600 gr. á 2 & 1/2 vikum !! Hjúkkan okkar hún Auður kemur svo aftur að mæla mig eftir 2 vikur, það verður gaman að sjá hvað maður verður orðinn stór þá :o)
Svo kom þessi fína stelpa sem er hjúkrunarnemi í heimsókn til okkar á miðvikudaginn og kenndi mömmu og pabba ungbarnanudd, það verður nú ekki leiðinlegt að fá eitt svoleiðis endrum og eins ;o) Jæja, hér fljóta með 2 myndir, fyrsta skiptið sem ég fékk að fara í fína ömustólinn minn og svo líka mynd frá því þegar ég fékk að fara út í fyrsta skipti um daginn.... jú jú, ég er þarna einhvers staðar undir öllum fötunum :o)
Svo er rosa gaman að skoða umhverfið úr þessum fína útsýnisstól !

Houston we have a problem !