my life as a light bulb

Friday, October 28, 2005

Latest updates

Jæja, nú virðist krílið ætla að vera eitthvað duglegra að næra sig.
Mamma & bumbubúi fóru í annan sónarinn í gær og kom grænt ljós á allar tölur... vúppíí ! :o)

Mamma er annars svo latur penni að hún nennir ekki að vera að pikka neitt meira fyrr en eithvað skemmtilegt fer að gerast ;o) En vonandi verða vinir og vandamenn nú aðeins meira í rónni...

1 week to go !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Thursday, October 20, 2005

Nokkrar myndir...

Running Away from the law??

Góð bumbumynd :o)

Wednesday, October 19, 2005

Sónarfréttir

Þá var förinni heitið í nýjan sónar í gær, því miður var fyrirsætan eitthvað feimin og faldi sig bak við samanpakkaðar hendur... Svo við fengum enga nothæfa mynd :o(, en fengum þó endurstaðfest að þetta væri stæðilegur drengur ;o)

Eitthvað kom hann ekki nógu vel greyið út úr mælingunum og ákvað hjúkkan að gera svokallaða "Doppler" prufu, sem mælir blóðstreymið í naflastrengnum. Það kom ekki út eins og best yrði á kosið og voru niðurstöðurnar bornar undir sérfræðing sem sagði að þetta myndi vera í lagi í bili en mamma og bumbubúi eiga að fara í annað tékk í næstu viku.
Nú eru bara 2 og hálf vika eftir í stóra daginn, ótrúlegt en satt !

More news to come :o)

Tuesday, October 11, 2005

The end is coming !

Jæja, hér er maður kominn rúmar 36 vikur á leið. Eins og sést hefur bumban flórað eins og lúpína á Júlíkvöldi ! Þó kom í ljós að púkinn ætlar að vera soldið latur eins og mamma sín og hefur barasta ekkert vaxið upp á við seinustu 2 vikurnar. Ljósunni okkar fannst þetta voða dúbíus og förum við því í nýjan sónar í næstu viku.

Nú er annars bara letilíf á Álfhólsveginum, fæðingarorlof og ljúferí :)

Ég set inn nýja sónarmynd í næstu viku, ef þau leyfa manni að taka eins og eina með sér hjem ;o)