my life as a light bulb

Friday, November 24, 2006

Nokkrar Myndir



Aðeins að skoða húsið nokkrum dögum eftir að við fluttum austur... þetta þarf nú allt að vera í orden.....



Ég að fá mér smá súp fyrir svefninn hjá henni mömmu



Smá labbi mynd



Kominn niður á annað hnéið eins og alvöru Casanova...



Mar er bara farinn að taka töltið um íbúðina ;o)



Maður getur brosað blítt :o)

Monday, November 13, 2006

Ég er eins árs í dag... ég er eins árs í dag !!

Góðan daginn góðir netverjar !

Ég er loks kominn í fullorðinna tölu og farinn að telja aldur minn í árum en ekki vikum eða mánuðum....
Já, ég hélt upp á þennan stóratburð um helgina með pompi og prakt. Þó svo að það hafi skollið á óveður sem veðurteppti suma og ég hafi rokið upp í 40 stiga hita þá tókst þetta nú ágætlega. Nanna, Jón & Didda frænka komu keyrandi að norðan og tóku áhættuna á blindbyl til að geta verið með mér og get ég ekki lýst því hversu mikils virði það var mér :o* Luv ya lots and more :o*
Svo fékk ég fullt af fínu dóti og nýja tönn í ammælisgjöf :oO Rosa gaman....

Annars er það helst að frétta af mér að ég er bara að verða rosa stór og er farinn að hlaupa um allar trissur. Höfuðhöggunum fer líka fækkandi, nú er það frekar undantekning heldur en reglan ef ég er með marblett eða kúlu á höfðinu.. hehe

Svo er ég líka byrjaður hjá dagmömmu, henni Dísu. Og deili ég henni með 3 öðrum hressum krökkum. Þeir eru allir á svipuðu reiki og ég, einn sem er mánuði yngri en ég, annar sem er 2 mánuðum yngri og svo ein gella sem er alveg 6 mánuðum eldri en ég.
Mér finnst rosa gaman að leika mér við þau allan liðlangan daginn, en svo er nú líka lúmskt gaman þegar mamma eða pabbi koma að sækja mig.... en ekki segja þeim það ;o)

Pabbi er á fullu að mæla punkta út um allar trissur og setja þá svo inn í tölvu... Og er hann bara nokkuð sáttur við sitt.
Mamma fékk vinnu á Flugleiðahóteli og er að rembast eins og rjúpan við staurinn að klára þessa 2 áfanga sem hún tók í haust..... Gaman að vera bjartsýnn ;o)

Svo virðist vera sem við verðum líka að selja íbúðina okkar í Kópavoginum, þar sem leigusalinn okkar hér fyrir Austan fékk tilboð í íbúðina sem við vorum að leigja 5 dögum eftir að við fluttum inn.
Familían var nú ekki á þeim skónum að fara að leita að annarri íbúð og hífa allt upp aftur, svo við gerðum bara tilboð í pleisið.....En þar sem við erum nú ekki Villanueva fjölskyldan þá getum við víst ekki haldið uppi 2 íbúðum.
Þannig að þó okkur þykji það alveg ótrúlega sárt þá virðumst við þurfa að kveðja gamla góða Álfhólsveginn í bili.
We shall meet again old friend ......

Jæja, nú kveðjum við í bili..
Hendi inn myndum bráðum.