my life as a light bulb

Sunday, August 19, 2007

Prinsessan er mætt a svæðið !!

And a little princess was born......

Þann 17. Ágúst klukkan 06:15 kom litla prinsessan okkar í heiminn og var hún 13 merkur og 50 cm, bara algjör gella ;o)
Fæðingin gekk eins og í sögu og höfum við verið mjög góðar síðan við komum heim... litla dúllan var nú eitthvað óróleg á sjúkrahúsinu en það lagaðist mikið þegar við komum heim til Nönnu frænku í gærkvöldi og fengum að knúsa stóra bróðir og komast í smá líf... Gabríel tók vel á móti systur sinni og kyssti hana og knúsaði við heimkomuna og hefur lítið borið á afbrýðisemi, nema kannski helst þegar mamma leggur litlu systir á brjóst...minn skilur ekki alveg hvað er í gangi þá :o)
Þá á að leggja í hann austur yfir heiðar á morgun og verður litla fjölskyldan loks komin öll saman heim í kotið sitt seinni partinn á morgun...

Næsta föstudagi á að skíra litlu frænku á Eskifirði og höfum við ákveðið að nýta tækifærið þar sem flest öll ættmennin verða komin austur á land og halda nafnaveislu fyrir litlu sys á laugardeginum, það verður örugglega rosa gaman.

Jæja, mamma hendir inn myndum af okkur krúttunum einhvern tímann þegar við erum komin heim.

Saturday, August 11, 2007

Prinsessan lætur biða eftir ser

Jæja, þá er kominn 11. ágúst og litla systir er búin að láta bíða eftir sér í 4 daga, en hún hlýtur nú að fara að koma. Við fjölskyldan erum búin að vera hjá Nönnu frænku og Jón frænda að bíða eftir komu nýjasta fjölskyldumeðlimsins og er hún Didda frænka búin að vera rosalega dugleg að passa mig og kenna mér hinar ýmsu kúnstir ;o)

Ég er líka búinn að vera í fríi frá dagmömmunni minni í þrjár vikur núna og byrja svo í leikskólanum þann 20. ágúst svo þá verð ég með öllum stóru krökkunum á Skógarlandi :o) Það verður sko ekki leiðinlegt...

Svo stefna mamma og pabbi á langt frí hjá allri familíunni úti á spáni einhvern tímann yfir jólin og Janúar, því þá eignast ég nefnilega nýja/n frænku/frænda. Þá verða komin 3 stykki nýrra barna í skyldmannahópinn á bara nokkrum mánuðum, því hann Sigurjón frændi og Oddný frænka eignuðust svona rosalega sæta stelpu í júní. Það virðist vera von á kvennaveldi :oO

Annars eru bara góðar fréttir af okkur lille familien hérna í góða veðrinu fyrir norðan og höldum áfram að bíða...
Mamma lætur vita þegar litla systir verður komin í heiminn....