my life as a light bulb

Saturday, March 18, 2006

Photos, photos, photos........

Jæja, Gabríel Snær er á góðri leið með að fá ólympíugullið í baksundi.... bara sirka 18 ára æfing í það ;o)
En snúllinn okkar er senst kominn í ungbarnasund. Honum finnst alls ekki leiðinlegt að busla í vatninu með hinum krökkunum á meðan allt fullorðna fólkið syngur hástöfum um hjólin á strætó :o) Hann fer 1 sinni í viku til hennar Ágústu á Grensás í um hálftíma í senn og er hún alveg frábær !
Annars er allt rólegt, bara verið að undirbúa flutningana í næsta mánuði (þó að ég og mamma verðum voða sniðug og forðum okkur til Akureyrar á meðan mesta stuðið verður..hehe)
Og svo eru nokkrar myndir hér að venju:

Leiktími inni í stofu:
In your Face :o)

Þessi hringur er voða skemmtilegur, svo heyrist svo þægilegt hljóð í honum þegar ég hristi hann :o)

Í Sundi:

Pabbi og ég að spóka okkur á bakkanum áður en við styngum okkur til sunds...


Busli, busli, busl.....

Ég og mamma aðeins að dútla okkur


Skötuhjúin komin í heita pottinn... niiice..


Afi Biggi að halda á mér um seinustu helgi :o)


Ég er bara hissa á henni ömmu Sibbu !

Furðulegar Svefnstellingar:

Ég tók eina nóttina og klessssti nefinu svona algjörlega upp við rúmið mitt, og svona svaf ég... það var alveg sama hvað mamma gerði, ég fór bara aftur til baka :o)

Hér var ég búinn að uppgötva þægilegri leið til að hafa kæru bókina mína sem næst mér :o) N.B. að ég gerði þetta alveg sjálfur, mamma setti mig inn í rúm og kom svo að mér svona.. steinsofandi...

Ætli ég verði nærsýnn ??? :o)

Saturday, March 11, 2006

Þá Var Kátt í Höllinni

Sælt veri fólkið... hérna er nú bara stutt innslag, aðallega til að skella inn örfáum myndum af undanförnum dögum. Það er nú bara búið að vera rólegt á bænum undanfarið, nema hvað að ég, Gabríel Snær, er orðinn aðal skemmtikrafturinn í húsinu. Ég lærði nefnilega að hlæja svona skemmtilega um daginn... alveg eins og fullorðna fólkið :o) og eru nú allir að reyna sem best þeir geta til að koma mér til að skella upp úr (með misgóðum árangri þó ;o). Núna eru Jón og Didda frænka í bænum oooog afi og Sibba komu líka frá Egilsstöðum yfir helgina. Didda frænka var í heimsókn hjá mömmu í dag og var rosa dugleg að passa mig, hélt á mér og alles !
Svo ætla Biggi afi og amma Sibba að kíkja í heimsókn á morgun og ætla mamma og pabbi að elda eitthvað gott handa þeim.
Jæja hérna eru nokkrar myndir að skilnaði :o)
Mamma & Gabríel nývöknuð

10 mínútum seinna :o)

Á röltinu í Kópavogi

Familían í göngutúr...


Maður kom heim vel rauður í kinnum ;o)