my life as a light bulb

Wednesday, November 30, 2005

Nokkrar myndir af síðastliðnum dögum.

Didda frænka að knúsa litla frænda svolítið... eru þau ekki sæt saman ??
Hún Nanna frænka kann sko á manni tökin...

2 flinkar frænkur :o)

Wednesday, November 23, 2005

Fæðingarsagan

Sælt veri fólkið, nú er erfinginn litli orðinn 10 daga gamall.... hvorki meira né minna ! Þó er eins og hann hafi bara komið inn í líf okkar fyrst í gær. Hann vex og dafnar með hverjum deginum sem líður og er nú kominn yfir 3ja kílóa þröskuldinn, en þið vitið nú flest að hann fæddist frekar nettur eða 2.825 gr. & 49 cm (þó að þetta sé nú í stærri kantinum miðað við spænsk ígildi)... En ég ætla að segja ykkur hvernig hinir afdrifaríku tímar 12/13 Nóv. áttu sér stað.
Fyrir hina viðkvæmu bendi ég frekar á seinasta innslag “Fyrstu 9 dagarnir í myndum

Hinn "setti" komudagur fyrir lille man var þann 5. Nóv og var ég því komin 1 viku fram yfir, sem er yfirleitt ekki vandamál. En fyrst við höfðum verið í stöðugu eftirliti seinasta mánuðinn, þar sem flæðið í naflastrengnum hjá okkur var víst eitthvað ábótavant, var ákveðið í okkar seinasta tékki að ef hlutirnir myndu ekki gerast yfir helgina áttum við að mæta í gangsetningu á mánudagsmorgninum. Til að reyna að ýta við hinu náttúrulega viðbragði var tekið og "losað um belginn". Það var senst tekið og tosað og færður til fósturbelgurinn... niiiice... en þetta áreiti átti að geta orsakað það að allt færi í gang. Okkur var þó sagt að þessi aðferð hefði nú mjög misjöfn áhrif og við ættum ekki að vera að binda neinar vonir við þetta heldur stefna bara á gangsetninguna á mánudagsmorgninum. Læknirinn lét okkur einnig vita að þessu gætu fylgt verkir og óþægindi í legi og legháls. Viti menn, var maður ekki alveg helaumur allan föstudaginn.... Ég og Jorge fórum þá og löbbuðum hring í Smáralindinni þar sem gangan átti einnig að hafa jákvæð áhrif, en veðrið bauð ekki beint upp á rölt í Elliðarárdalnum :o). En hvað um það, þá var ég vör við þessi óþægindi allan föstudaginn, en hugsaði nú ekkert frekar út í það þar sem læknirinn var búinn að vara við því. Klukkan 8 á laugardagsmorgun vakna ég með líka eins og þessa svaðalegu túrverki og hugsa ekki fallega til læknisins sem losaði um belginn... djöf#"$ ruddi hafði þetta verið.
Þar sem það var útséð að ég ætlaði nú ekkert að fara að sofa neitt meira þann morguninn, þá fór ég á fætur og fór að fikta í tölvunni. Alltaf þegar ég fann fyrir verkjunum, skipti ég um stellingu og það lagaðist eftir smá stund. Þegar það var þó komið fram yfir hádegi og verkirnir héldu áfram fór mig nú að renna grun í að þetta gæti verið eitthvað annað og meira en fylgifiskur þessa rudda læknis. Fór ég þá að fylgjast með verkjunum, og þó þeir væru ekki reglulegir, þá komu þeir með um það bil 5-10 mínútna millibili og duguðu í sirka 20-30 sekúndur í senn, alveg sama í hvaða stellingu ég reyndi að setja mig. Klukkan 4 um daginn var þetta orðið svolítið þéttara, um 4-5 mínútur á milli hríða og ákváðum við að fara upp á fæðingardeild. Þegar þangað var komið var ég tengd við monitor og send í tékk sem leiddi í ljós að víst var allt komið af stað og komnir 4 í útvíkkun. Þar sem hríðirnar voru enn veikar og ekki meiri útvíkkun en þetta benti hjúkkan okkur á að fara og fá okkur eitthvað að borða og koma svo aftur. Svo við fórum á Austurindíafélagið og fengum okkur einhverja furðulega kjúklinga & grænmetisrétti... Þegar við komum aftur upp á spítala um 8 leitið vorum við aftur sett í monitor og útvíkkunin athuguð aftur... og viti menn, var hún ekki bara ennþá í 4 !! Þá sagði hjúkkan við okkur, að þetta gæti bara verið "false call", að það væri möguleiki á því að allt saman dytti niður. Svo við ættum bara að fara heim og reyna að hvíla okkur og sjá til hvort gamanið kárnaði eða hvort þetta myndi bara fjara út. Þegar hér kemur við sögu eru hríðarnar orðnar frekar óþægilegar og langar mann lítið til að þetta detti niður bara til að þurfa að fara í gegnum þetta prósess aftur. En við komum heim og skellum okkur í sófann og reynum að slaka á eftir bestu getu. Um 23:00 ákveðum við að leggjast bara upp í rúm og sjá hvort ég nái að slaka betur á þar, um 20 mínútum síðar fer vatnið! Nú er engin spurning um hvað er að gerast og hröðum við okkur í þriðja sinn niður á spítala (auðvitað með því að lenda á ÖLLUM rauðum ljósum á leiðinni), þar sem þriðja hjúkkan tekur á móti okkur. Aftur er ég tékkuð, og ENN bara 4 í útvíkkun, ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum. En við fengum okkar eigin stofu þar sem við fengum að vera alveg í friði og Steinunn ljósmóðir sem var svo með okkur í gegnum fæðinguna kom reglulega að kíkja á okkur. Um klukkan 2 um nóttina kom Steinunn og sagði okkur að vatnslaugin væri laus og bauð okkur að nota hana, sem og við tókum fegins hendi. Það var ótrúlegur munur að fá volga vatnsbununa á aumt bakið þegar hríðarnar komu, sem voru stigmagnandi og orðnar frekar ef ekki mjög sárar. Eftir um 20 mínútur í lauginni kemur Steinunn til okkar og spyr hvort við viljum fá að nota "Glaðloftið" (Hláturgas), ég var mjög glöð að heyra að hægt væri að nota þetta loft í lauginni og þannig bæta áhrifin hvort annað. Steinunn fór þá að leita að slöngu sem væri nógu löng til að ná alla leiðinna í laugina. Eftir um 40 mínútur kom hún loks sem bjargvættur frá himnum. Hún hafði víst tafist svo mikið því að annað barn sem hafði verið að fæðast var í neyð og þurfti hún að hoppa þar inn í. Hríðarnar voru orðnar það sárar á þessum tíma að ég tók grímuna og saug eins og ég ætti lífið að leysa... fyrstu áhrifin voru nokkuð sterk og linuðu sársaukann ágætlega. Um klukkan 5 um morguninn vildi ljósmóðirin endilega að ég kæmi upp úr lauginni til að athuga framförina. Við stauluðumst því yfir á stofuna okkar, með nokkrum pásum þó. Þar athugaði hún útvíkkunina og viti menn, við vorum komin upp í 7 cm!! En nú var ég orðin alveg uppgefin og hríðarnar mjöööög sárar, svo að þegar Jorge minntist á mænudeyfingu (greyið þjáðist liggur við meira við að horfa upp á konuna sína rauða og bláa í framan) tók ég mjög vel í þá hugmynd. Ljósan okkar ráðlagði þó á móti því þar sem það tæki langan tíma að setja hana upp og að útvíkkunin væri komin á svo hratt skrið að það væri mun betra að reyna að harka þetta bara deyfingarlaust. Við ákváðum að treysta á hana og kýldum á þetta. Næsti 1 ½ tíminn fóru því í mikið baknudd, TENS rafpóla og glaðloft. Sem undir lokin var eins og að skvetta vatnsglasi á bálköst... en þó skömminni skárra en ekki neitt. Rétt fyrir hálf sjö fór svo rembingsþörfin að gera vart við sig og eftir að athuga útvíkkunina í seinasta sinn sagði Steinunn mér að byrja að rembast. Á þessum tímapunkt eiga víst að vera 2 ljósmæður viðstaddar, en hin ljósmóðirin sem átti að aðstoða hana Steinunni var ennþá föst í annarri fæðingu. Svo hún greyp bara hann Jorge greyið og skipaði honum að manna aðra löppina á konunni sem lá þarna í rembingskasti. Undir góðri leiðsögn var Jorge því með hið besta útsýni á fæðingu sonar síns og gat orðið meiri hluti af öllu processinu. Um sjö leitið kom svo loks seinni ljósan og aðstoðaði við lokasprettinn, þar sem litli prinsinn sá ljósið klukkan 07:04 sunnudagsmorguninn 13/11. Þegar mér var svo réttur þessi dýrgripur var eins og seinasti sólarhringurinn hyrfi eins og dögg fyrir sólu. Þetta var sko ást við fyrstu sýn :o)

Tuesday, November 22, 2005

Fyrstu 9 dagarnir í myndum

Loksins kominn í heiminn og í fangið á henni mömmu !!!

Fyrsti lúrinn í örmunum á honum pabba :o)

Smá myndasería af prinsinum innan við sólarhrings gamall.






Pabbi varð soldið þreyttur á að sitja á þessum harða stól við rúmgaflinn og hoppaði bara uppí til okkar :o)

Örlítið "Up close & personal"

Það er ágætt að blunda í þessum spítalavöggum :o)

Mamma og pabbi tóku og mökuðu mig allan út í olíu því húðin mín var svo þurr..

Ég og mamma að kúra uppi á spítala þegar ég er 2 daga gamall.

Nýkominn úr fyrsta baðinu mínu, sem ég fékk upp á spítala áður en ég og mamma fengum að fara heim. Ég var bara nokkuð ánægður með þetta, grét ekki neitt fyrr en hjúkkan tók mig upp úr baðinu !

Kominn í heimferðarfötin og tilbúinn í slaginn (16/11)
Svona get ég sofið vært í vöggunni minni ef ég til neyðist... Mér finnst hún nú samt soldið köld, svo ég sef aldrei lengi í henni í einu.. Set mín takmörk þó við einn og einn síðdegislúr (bara svona til að halda gamla fólkinu ánægðu ;o)

En svona vil ég helst vera ;o)

Minn fyrsti dagur með snuð (19/11), fannst þetta ágætisuppfinning í sirka sólarhring þar til að ég uppgötvaði að þetta væri barasta plat! Fékk enga mjólk eða neitt !! Frussa þessu nú bara móðgaður út úr mér ef mamma eða pabbi reyna að pota þessu eitthvað til mín...

Litli prinsinn að vakna eftir miðdegisblundinn sinn :o)

Minn í smá kaffipásu...

Það er nú voða gott að kúra hjá honum pabba...

Sjáið fína naflann minn, strengurinn datt barasta af í dag... maður er að verða stór ;o)

Nei halló, hver ert þú ?

Friday, November 11, 2005

Seinasta helgin sem ólétt kvennsa

Já, nú fer þetta sko alveg að bresta á !!!


Við fórum í okkar seinasta sónar í dag og var ákveðið að bíða og sjá hvort "nature would do it's thing" yfir helgina. Ef svo fer ekki eigum við mæta galvösk upp á deild klukkan 08:30 á mánudagsmorgun í gangsetningu, eins og gamla veggklukkan hans afa.... Svo hvernig sem fer, þá verður krílið okkar komið í heiminn á mán./þri.

Hlakka ekkert smá til að sjá framan í guttann !!

Sunday, November 06, 2005

40 vikur + 1 dagur

Jæja, leikurinn er kominn í framlengingu... tímasetningin er nú formlega óstaðfest ! Henni ræður nú kóngur í ríki sínu ! En það þarf nú litlar áhyggjur að hafa, þann 19. þessa mánaðars, í seinasta lagi, munum við hafa eignast eitt stykki erfingja.
Annars læt ég ykkur öll vita þegar stóra stundin hefur runnið upp ;o)

Friday, November 04, 2005

Heimildarmynd af frúnni 2 dögum áður en hún er skrifuð inn !
Já, nú fer að líða að þessu öllu saman. Familían fór í tékk í gær, bæði mæðraskoðun og sónar og kom allt út með ágætum. Ef krílið verður þó ekki búið að skila sér í næstu viku verður aftur kíkt inn á föstudaginn. Mann fer að gruna að þarna sé eilítil prímadonna á ferð, hann virðist njóta þessarar athygli og endalausu myndatökum. Reynir meira að segja að pósa fyrir hana Huldu sérfræðinginn okkar er hún myndar sónarmyndavélina.
Læt annars vita um leið og einhverjar nýjar fréttir gerast ;o)