Fyrstu jólin afstaðin !!!!
Já nú eru fyrstu af mörgum jólum afstaðin (þó þeim ljúki nú ekki formlega fyrr en 6. Jan., þá er allt það skemmtilega búið í bili). Nú er bara spenningur að sjá hvernig mér líst á flugeldaæðið á morgun. Vinir pabba ætla að koma og elda gamlárskvöld dinner á ítalska vísu, þ.e. sjávarrétta canapés og rækjupasta í forrétt og svo lax á grænmetisbeði í aðalrétt. Þetta á örugglega eftir að koma stórfínt út í mjólkinni hjá henni mömmu, hljómar eins og hollasti gamlárskvöld dinner Ever ! Annars erum við búin að hafa það rosa gott hérna heima um jólin. Á aðfangadagskvöld fórum við upp til Þóru og Gilla og borðuðum svona fínan jólamat með þeim Nönnu, Jón, Diddu, Mumma og auðvitað Þóru og Gilla. Þar var sko glæsilegt pakkaflóð undir tréinu, þar sem tvær megastjörnur voru í húsinu, nefnilega ég og Didda frænka ;o) Didda frænka stóð sig rosalega vel sem jólasveinn og dreifði pökkunum jafnt og sanngirnislega á alla viðstadda.
En jæja, mynd segir meira en þúsund orð svo hér eru nokkrar :o) :